Íslensk þýðing og þýðingarréttur.

Dr. Sölvína Konráðs

 

Hvers konar upplýsingar gefur Áhugakönnun Strong?

 

 

Áhugakönnun Strong (Strong Interest Inventory) er elsta og mest rannsakaða áhugasviðspróf í heimi. Margar miljónir manna víða um heim nota niðurstöður þess til þess auðvelda val á námi og starfi. Á Íslandi hefur þetta próf verið í notkun frá árinu 1986.  Flestir háskólar og framhaldsskólar landsins hafa aðgang Áhugakönnun Strong.

Áhugakönnun Strong hefur verið tekin til endurskoðunar á u.þ.b. 10 ára fresti og hefur þá verið aðlagað þeim breytingum sem hafa orðið á náms-og starfsumhverfi. viðmið og norm hafa þá í kjölfarið komið í stað eldri ef þau eldri hafa reynst vera úrelt. Nýjasta útgáfan kom út árið 2004 og hér á Íslandi haustið 2005.

 

Eigandi prófsins frá árinu 1933 er CPP, Inc. California Bandaríkjunum.

© Dr. Sölvína Konráðs hefur unnið allar íslenskar þýðingar á prófinu og rannsóknir frá árinu 1987.

 

 

Svörin þín við spurningunum á Áhugakönnun Strong ákvarða niðurstöðurnar. Þessar niðurstöður aðstoða þig við bera kennsl á  áhugasvið þitt og leiðbeina þér við afmarka ýmsa þætti þess, t.d. hvernig áhugasvið þitt getur komið þér gagni í námi, starfi og tómstundum. Niðurstöðurnar koma þér vel við skoða þitt eigið sjálf og taka ákvörðun um nám og starfsval. Þá koma niðurstöðurnar  líka góðu gagni við kynnast tómstundastarfi og störfum sem þú hefur ekki mikla vitneskju um.

Þegar þú ferð í gegnum niðurstöðurnar,  mundu þá þetta er könnun á áhuga en ekki á hæfileikum.

 

Niðurstöðurnar segja þér í hvaða átt áhugi þinn beinir þér hvað varðar val á námi, starfi og tómstundum. Ennfremur sérð þú hvernig áhugasvið þitt fellur áhugasviði fólks í hinum ýmsu starfsgreinum. Segjum svo áhugi þinn   líkur áhugasviði verkfræðinga þá segja niðurstöðurnar ekkert um þá stærðfræðihæfileika sem þarf til þess læra verkfræði. Þær segja einungis líklega hafir þú gaman af því vinna við verkefnalausnir og með því fólki sem vinnur innan sviðs verkfræði.

 

Hafðu í huga við val á starfi þar taka margar ákvarðanir sem tengjast innbyrðis og Áhugakönnun Strong gefur þér upplýsingar sem eru gagnlegar til þess byrja vinna þeim ákvörðunum.

 

Niðurstöður Áhugasviðs Strong segja þér eftirfarandi:

 

Niðurstöður Áhugakönnunar Strong eru mjög víðtækar. Þær leiðbeina þér við bera kennsl á eftirfarandi:

 

·        Störf og starfsumhverfi sem líklegast er þú verðir ánægð(ur) með.

·        Samstarfsfólk sem þú átt ýmislegt sameiginlegt með.

·        Námsleiðir sem henta þér.

·        Hveru líkt áhugasvið þitt (eða ólíkt) er áhugasviði fólks í mismunandi störfum.

·        Tómstundir.

·        Ýmiss konar valkosti við val á starfi eða tómstundum.

·        Almennt yfirlit yfir áhugasvið þitt.

·        Starfs-og  námsumhverfi sem fellur áhugasviði þínu.

·        Hvernig áhugasvið þitt lýsir stjórnunar- og samskiptastíl þínum og hversu vel þér fellur taka áhættur.

 

 

Uppbygging niðurstaðna.

 

  1. Á blaðsíðu 2 er yfirlit yfir almennu starfsþemun. Þar er þeim líka raðað upp samkvæmt þínum svörum og til hægri er það gildi eða einkunn sem þú færð við hvert þema.
  2. Á blaðsíðu 3 er yfirlit yfir grunnáhugakvarðana. Þar getur þú séð hvaða kvarðar eru þér helst skapi og innan hvaða þema kvarðarnir falla. Þú færð einnig einkunn á hverjum kvarða.
  3. Á blaðsíðu 4 eru starfskvarðarnir sem þú skorar hæst á, 10 kvarðar eru birtir á þessað síðu og þemalykill er líka til hægri á blaðsíðunni.
  4. Á blaðsíðum 5, 6 og 7 eru starfskvarðarnir flokkaðir eftir þemum og á bls 3 eru þeir kvarðar sem þú ert skorar hæst. Mestar líkur eru á þú verður ángæð(ur) í þessum störfum.
  5. Á blaðsíðu 8 eru niðurstöður kvarðanna, vinnustíll, námsumhverfi, leiðtogasækni, áhættusækni og hópsækni. Einkunn þín á hverjum kvarða er til hægri.
  6. Á blaðsíðu 9 er samantekt á niðurstöðunum og neðst er tafla sem sýnir dreifingu svaranna einsog þú skráðir þau.
  7. Þá koma niðurstöðurnar aftur á öðru formi svokölluðuIntepretive Report”.
  8. Á blaðsíðum 1 – 9 getur þú séð niðurstöðurnar í betra samhengi.

 

 

Ráðgjafi fer yfir niðurstöðurnar með próftaka og útskýrir þær og aðstoðar við tengja þær náms- og starfsumhverfi.