Dr. Sölvína Konráðs

 

 

Náms-og starfsráðgjöf

 

Hvað er náms- og starfsráðgjöf?

 

Aðstoð við að bera kennsl á áhugasvið og starfshæfni.

Aðstoð við að meta og vega mismunandi námsframboð með tilliti til áhuga og hæfni.

Aðstoð við að vega og meta hin ýmsu störf.

Aðstoð við að meta starfskosti og aðlögunarhæfni að vinnuumhverfinu.

Aðstoð við að leita eftir áhugaverðu tómstundastarfi.

Aðstoð við að endurheimta sjálfsvirðingu eftir áföll í námi eða starfi.

Aðstoð við að læra mannleg samskipti.

Aðstoð við að læra ákveðni og tilfinningastjórnun.

Aðstoð við  vinnu og skipulagningu á námi.

 

Hverjir nýta sér náms-og starfsráðgjöf?

 

Ungt fólk sem er að huga að framhaldsnámi.

Ungt fólk sem er að huga að fyrsta starfsvali.

Fólk á öllum aldri sem er að skipta um starf eða huga að frekara námi.

Fólk á öllum aldri sem er óánægt í starfi eða hefur af einhverjum ástæðum misst vinnu.

Þeir sem eru að minnka við sig vinnu og eru að leita að tómstundaiðju.

Eldri borgarar sem eru hættir að vinna og hafa hug á að fara aftur í nám eða eru að leita að tómstundaiðju.

Fólk sem haldið er frammistöðukvíða.

Fólk sem lagt er í einelti í skóla eða á vinnustað.

Fólk sem á erfitt með mannleg samskipti.

Fólk sem vegna veikinda eða slysa þarf að skipta umstarfsvettvang eða námsvettvang.

 

 

Hvernig fer náms-og starfsráðgjöf fram?

 

 

Ráðgjöfin fer fram í viðtölum við ráðgjafa sem er í senn ráðgjafi, kennari og upplýsingaaðili.

Í flestum tilfellum eru notuð próf (s.s. áhugasviðspróf o.fl.) eða stuttir skannar og kannanir til þess að auðvelda ráðþegum að læra á sjálfa sig og umhverfið.

Ráðgjöfin getur tekið nokkrar vikur og þá er gert ráð fyrir einu viðtali á viku eða hálfsmánaðarlega. Tímafjöldi er afar einstaklingsbundin.